Í köflóttum kjól í London

Katrín hertogaynja af Cambridge hefur nóg að gera eftir að hún kom úr fæðingarorlofi. Í gærkvöldi þótti hún hafa stigið út úr þægindarammanum þegar kom að fatavali, en hún klæddist köflóttum kjól frá Erdem, með vínrauðu belti og í vínrauðum skóm. Katrín heimsótti Victoria & Albert safnið í London.

Kjóllinn fékkst á Net-a-Porter.com en er strax uppseldur, eins og flest annað sem Katrín sést í, enda mikil tískufyrirmynd.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.