„Jafnrétti snýst ekki um að við eigum öll að vera eins“

Við þekkjum flest öll leikkonuna og baráttukonuna Angelinu Jolie sem er andlit Guerlain ilmsins, Mon Guerlain. Jolie opnar sig hér í viðtali um jafnrétti kynjanna, femíminsa og hvernig hún kennir börnunum sínum um þessa mikilvægu hluti í lífinu þar sem lykilatriði er að vera maður sjálfur.

Á hvaða aldri leið þér best með þinn eigin kvenleika?

Þegar ég varð fyrst móðir og svo núna. Sú tilfinning að vera sáttur í eigin skinni  eykst með hverju árinu sem líður og á þeim stað sem maður er í lífinu. Fyrir mig er það að læra að samþykkja sjálfan sig og það sem lífið býður upp á.

Þú ert talskona fyrir franskt ilmvatn og við heyrum oft um hinn franska kvenleika, hvernig mundir þú skilgreina hann?

Klassískur, fágaður, undirliggjandi elegans blandað saman við sterkan huga og karakter. Jafnvægi.

Hvernig mundir þú útskýra hina úreltu hugmynd um að kvenleiki hverfi eftir 40 en að karlmenn verða betri með aldrinum?

Það er bara einfaldlega ekki satt. Þekking, skilningur, hrein sýn – allt eru þetta hlutir sem koma með aldrinum – og eru líka fallegir og kvenlegir eiginleikar. Ég vil halda að við verðum öll betri með aldrinum, konur og karlar.

Hvernig getum við kynnt fyrir og kennt börnum femínisma? (Strákum og stelpum)

Gegnum sterkar og fjölbreyttar kvenkyns fyrirmyndir, og líka með því að skoða fortíðina: skilja hversu mikið við þurftum að berjast fyrir frelsinu sem við höfum í dag og að við þurfum að verja það, og hversu margar konur búa í löndum þar sem þær eru ekki frjálsar. Sumt fólk sem börnin mín bera hvað mesta virðingu fyrir eru konur sem hafa farið í gegnum átök og komist í gegnum mótlæti. Það vill svo til að það eru konur en það skilgreinir þessar manneskjur ekki. Það er þeirra styrkur og þeirra dæmisaga.

Lestu framhald þessarar greinar og margt annað í nýjasta tölublaði Glamour.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.