„Verum ófeimin að tjá okkur gegnum heimilið“

María Björg Sigurðardóttir er 40 ára hönnuður sem býr í fallegu húsi í Skerjafirðinum með 3 börnum og eiginmanni sínum. Hún segir fallegt heimili verða að endurspegla þá sem þar búa.

Húsið er á þremur hæður og 200 fermetrar. Fjölskyldan hefur búið þar núna í 5 ár og eru hægt og bítandi að gera það upp.

Myndir/Ernir Eyjólfsson

„Húsið var byggt af Ragnari í Smára menningarfrömuði árið 1931 og telst vera fyrsta húsið á Íslandi í fúnkis stíl. Það er snoturt að sjá með mjög fallegum og stórum bogaglugga sem snýr út í garð, stendur hátt í götunni á hóli og býr yfir óvenjulegu yfirbragði. Einnig hefur Skerjafjörðurinn alltaf heillað sem skemmtilegt og barnvænt þorp í borginni sem er jafnframt nálægt miðbænum. Hér er óvenju mikið fuglalíf og kyrrð og við erum steinsnar frá fjörunni.

Húsið var lengi í sölu og þegar við keyptum það og þurftum við að taka það algerlega í gegn. Við eigum ennþá eftir að gera margt við húsið og alltaf eru einhver yfirvofandi verkefni en við stressum okkur lítið á því og erum gjörn á að ferðast og njóta lífsins frekar en að vera í stöðugum framkvæmdum.“

Lestu meira og skoðaðu fallegar myndir frá heimili Maríu í nýjasta tölublaði Glamour. 

Myndir/Ernir Eyjólfsson
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.