Heimasíðan hrundi eftir að Meghan klæddist kjólnum

Ástralski fatahönnuðurinn Karen Gee var svo sannarlega glöð með hertogaynjuna Meghan Markle, þegar hún klæddist kjól frá henni í Sydney. Heimasíðan hennar hrundi stuttu eftir að Meghan sást í kjólnum.

„Það er svo mikill heiður að Meghan hafi valið kjól frá okkur,“ segir Karen í viðtali. „Hún hefði getað valið hvaða hönnuð sem er en valdi Karen Gee, og það er ótrúlegt.“ Hönnuðurinn var að sjálfsögðu ánægð með þetta, en Karen er lítillega þekkt í Ástralíu. Það mun líklega verða mun meira að gera hjá Karen á næstunni, en hertogaynjurnar, Katrín og Meghan, hafa þessi áhrif innan tískuheimsins.

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.