Fegurðarráð frá Zoë Kravitz

Leikkonan Zoë Kravitz hefur alltaf verið í sviðsljósinu og þá fyrst vegna pabba síns, sem er enginn annar en tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz. Hins vegar hefur Zoë verið að láta til sín taka í leiklistarheiminum, og fékk mikla athygli í þáttunum Big Little Lies. Zoë er einnig mikil áhugamanneskja um tísku og fatnað, og er persónulegur stíll hennar bæði töff og kvenlegur. Í samtali við Vogue gefur Zoë hér nokkur skemmtileg fegurðarráð og fer í gegnum sína rútínu.

Glamour/Getty

Húðin
Ég þríf andlitið á hverjum morgni og kvöldin, svo set ég á mig serum og rakakrem. Ég fer líka í andlitsmeðferðir.

Um förðun
Ég vel yfirleitt varir eða augu, annaðhvort eða. Ég elska rauðar varir, það er svo kynþokkafullt og smart. Smokey augu eða bara svartur augnblýantur er svo flott, og ég elska að setja saman áberandi svartan augnblýant með hvítum stuttermabol. Ég er ágæt í að gera það sjálf og ráðið mitt er að byrja yst, þar sem þú vilt að línan endi og síðan fara í átt að auganu.

Uppáhads förðunarvörur
Förðunarvaran sem hefur breyst hvað mestu fyrir mig er Yves Saint Laurent Touche Éclat hyljarinn. Það er svo gott að finna eitthvað sem er gegnsætt og létt þegar maður vill ekki hafa mikinn farða, en vill þó aðeins lýsa upp húðina og jafna hana. Ég nota hann undir augun og í kringum nefið, og fel bólur. Svo nota ég YSl Couture Brow á augabrúnirnar. Það gefur þeim betra form og ég get gert þær villtari. Svo set ég Glow Shot á kinnarnar og á nefið, svo bæti ég smá kinnalit við. Þetta er það sem ég nota dagsdaglega.

Á rauða dreglinum
Þegar ég er að hafa mig til, þarf ég tónlist og kokteil, aðeins til að slaka á. Ég hef mitt yndislega teymi, sem er nú eins og fjölskylda mín, og það er svo gaman að hittast og hlæja. Þetta er skapandi ferli, að koma sér í það að standa fyrir framan svo marga ljósmyndara.

Um hárið
Hver og ein hárgreiðsla er sérstök. Mesta breytingin fyrir mig var að klippa það alveg stutt, því þá áttaði ég mig á því hversu mikið maður felur sig á bakvið hárið. Það er einhverskonar öryggisteppi, svo allt í einu verður maður alveg óvarinn þegar maður er með svona stutt hár. Svo það var mjög gott fyrir mig, því ég treysti svo mikið á hárið til að láta mér líða kvenlegri. Svo ég þurfti annað til að líða kvenlegri, og ég klæddi mig til dæmis allt öðruvísi. Ég varð íhaldssamari þegar kom að klæðaburði, og mér fannst ég þurfa að mála mig miklu meira, því andlitið sést betur! Ég reyni að halda hárinu rakamiklu, því krullað hár verður oft þurrt. Ég nota kókos- og rósmarínolíu, það vekur hársvörðinn og heldur honum hraustum.

Lykt
Mér finnst lyktir mjög mikilvægar. Ég ferðast með reykelsi því ég vil hafa lykt sem ég þekki með mér, sérstaklega því ég ferðast mikið. Þá er eins og ég sé heima hjá mér, og það er sama þegar kemur að ilmvatni. Fyrsta sem fólk tekur eftir við þig, er lyktin af þér.

Fegurðarráð
Ráðið sem ég hef alltaf haft í huga mér þegar kemur að fegurð er það að þú verður að hugsa um sjálfa þig. Maður verður að drekka vatn, sofa og borða vel. Allt þetta. Förðunarvörur, þær geta bara gert ákveðið mikið. Þær eiga að ýta undir kostina og þá hluti sem þú elskar við sjálfa þig. Farði getur ekki lagað þig ef þú hugsar illa um sjálfa þig.

Hér geturðu lesið viðtalið á vefsíðu Vogue.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.