Meghan tjáir sig um samfélagsmiðla

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, notaði samfélagsmiðla áður en hún giftist Harry bretaprins. Þar var hún virk, og deildi gjarnan myndum af mat, vinum og blómum. Meghan er hætt á samfélagsmiðlum, en tjáði sig um þá í Nýja-Sjálandi.

„Maður sér myndir á samfélagsmiðlum, og maður veit ekki hvort að manneskjan sé bara með þetta eða hvort að myndin sé breytt,“ sagði hún við hóp af ungu fólki, þar sem aðalatriðið var að dreifa jákvæðum skilaboðum. „Sjálfstraust þitt flöktir þegar það snýst um hversu mörg like þú færð.“

Meghan hefur tjáð sig um hvernig henni þykir að vera hætt á samfélagsmiðlum og finnst hún vera mun frjálsari núna.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.