Fimm skópör fyrir veturinn

Það er mikilvægt að vera vel skóaður fyrir veturinn og alltaf leitar maður að skóm sem hægt er að nota nánast við allt. Þessi fimm skópör eru flott og praktísk fyrir veturinn.

Hvítu stígvélin eru frá Vagabond og fást í Skór.is. Þau eru á 21.995 kr. Hvít stígvél passa við mun meira en þú heldur.

Loðnu stígvélin fást í Húrra Reykjavík og eru frá Won Hundred. Þau kosta 39.990 kr. Þau halda á þér hita á köldustu dögunum.

Brúnu stígvélin eru úr Zöru og kosta 12.995 kr. Flott við gallabuxur í vinnuna.

Snákastígvélin eru klassísk og passa við margt. Þau eru frá Billi Bi og fást í GS Skóm. Þau kosta 39.995 kr.

Dr. Martens skóna ættu allir að eiga, en þeir eru alltaf jafn flottir og klassískir. Þeir fást í GS Skóm og eru á 31.995 kr.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.