Jóladagatalið frá NYX Professional Makeup er komið

Fallegt snyrtivörudagatal gerir biðina eftir jólunum mun skemmtilegri! Líkt og í fyrra færir NYX Professional Makeup okkur jóladagatal sem inniheldur fullt af gómsætum förðunarvörum eins og glossa, varaliti, augnskugga og highlightera sem er ólíkt því sem var í fyrra sem innihélt eingöngu förðunarvörur fyrir varir.

Dagatalið fæst eingöngu í Hagkaup Kringlu og Hagkaup Smáralind og kemur í mjög takmörkuðu magni en það komu meira að segja færri en í fyrra svo það er um að gera að hafa hraðar hendur áður en það selst upp.

Hér má sjá það sem leynist í dagatalinu en maður veit þó aldrei hvað kemur innan úr dagatalinu fyrir hvern dag.

Augnskuggar og highlighter-ar í fallegum litum sem henta öllum.

Varalitir og gloss í öllum regnbogans litum.

Það er ekki amalegt að telja niður til jóla með því að fá nýja förðunarvöru frá NYX Professional Makeup fyrir hvern dag!

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.