Kardashian systur klæddu sig upp sem englar

Kardashian systur klæddu sig upp sem Victoria’s Secret englar á Hrekkjavöku. Nafnið kemur frá einni undirfatalínu fyrirtækisins, og hefur Victoria’s Secret undanfarin ár kallað fyrirsætur sínar engla. Vængina fengu systurnar að láni frá undirfatafyrirtækinu, og eru þetta vængir sem notaðir hafa verið í tískusýningarnar, sem eru alltaf mjög vinsælar og viðburðarríkar.

Hugmyndin að búningunum kviknaði víst fyrir mörgum mánuðum, að sögn Kim Kardashian. Þá hafi hún haft samband við Victoria’s Secret og þeir lánuðu systrunum vængi. Systurnar héldu svo út á stræti Los Angeles á Hrekkjavökunni.

Kendall Jenner hefur áður gengið tískupallinn fyrir Victoria’s Secret svo hún leiddi hópinn í gærkvöldi. Líklegt er að hún verði engill á næstu sýningu, sem er eftir átta daga.

View this post on Instagram

Halloween 2018

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.