Naomi Campbell og mamma hennar saman í auglýsingaherferð

Breska tískuhúsið Burberry er komið snemma í jólaskap þetta árið því  birst hafa nokkrar myndir frá jólaherferð þess. Þar sitja mæðgurnar Naomi Campbell og Valerie Morris Campbell fyrir. Valerie er einnig fyrirsæta eins og dóttir sín.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Naomi tekur mömmu sína með í hin ýmsu verkefni og hefur Valerie meira að segja gengið tískupallinn með dóttur sinni, en það var árið 2010.

Glamour/Getty. Mæðgurnar á tískupalli saman árið 2010.

Margar aðrar stjörnur eru í herferð Burberry, meðal annars leikari The Crown, Matt Smith. Myndirnar eru teknar af Juno Calypso.

Glamour/Skjáskot. Matt Smith, tekið af Juno Calypso.
Naomi Campbell.
Valerie Morris Campbell.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.