Vikumatseðill Glamour

Það kannast allir við hversu flókið og tímafrekt það getur verið að ákveða hvað skal vera í kvöldmatinn. Glamour setti því saman hugmynd af vikumatseðli í samstarfi við Gott í matinn sem innheldur fjölbreyttar og einfaldar uppskriftir sem allir ættu að geta framkvæmt.

Mánudagur: Fiskur á mánudögum, er það ekki óskrifuð regla?

Fiskur með rjómaosti og eplum kemur skemmtilega á óvart. Uppskriftina má finna hér.

 

Þriðjudagur: Stundum er gott að hvíla kolvetnin og skella í keto máltíð. Þessi pizza er með ostabotni en það smakkast svo sannarlega jafn vel og það hljómar. Uppskriftina má finna hér.

Miðvikudagur: Það er svo gaman að leyfa sér eitthvað extra gott í miðri viku. Þessi eðal borgari svíkur engan. Uppskriftina má finna hér.

Fimmtudagur: Mexíkóskt lasanja er gott dæmi um rétt sem frábært er að geyma og taka með sér í nesti daginn eftir. Sýrði rjóminn er svo punkturinn yfir i-ið, ekki gleyma honum! Uppskriftina má finna hér.

Föstudagur: Fetaostur og döðlur eru sérstaklega góð blanda með kjúkling – við hvetjum þig til að prófa þennan rétt. Hann er sérstaklega auðveldur og hentar vel á föstudegi þegar manni langar að slappa af eftir erfiða viku. Uppskriftina má finna hér.

Laugardagur: Á nammidaginn er tilvalið að fá sér pizzu! Þessi ítalska er eins einföld og hún gerist en ótrúlega bragðgóð. Uppskriftina má finna hér.

 

Sunnudagur: Á síðasta degi vikunnar er skylda að gera vel við sig. Þá þýðir ekkert minna en innbakað nautafillet “Wellington”.

Bernaise sósa hentar líka einstaklega vel með þessum rétt. Það eru margir sem mikla fyrir sér að búa til Bernaise sósu en á meðfylgjandi myndbandi sést hversu auðvelt það er. Uppskriftina má finna hér.

Uppskriftina má finna hér.

 

Verði ykkur að góðu!

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.