Best klæddi maðurinn á rauða dreglinum

Timothée Chalamet er ekki bara frábær leikari heldur alltaf flottur til fara. Undanfarið ár hefur hann verið best klæddi maðurinn á rauða dreglinum að mati Glamour. Timothée er einnig yngsti leikarinn til að fá tilnefningu til Óskarsverðlauna í 80 ár, svo við munum sjá mikið af honum næstu ár.

Hér eru hans bestu dress frá rauða dreglinum og ættu margir að geta fengið hugmyndir að klæðnaði fyrir komandi hátíðartíma.

Glamour/Getty. Hver segir að jakkaföt geti ekki verið mynstruð?
Dökkgræn jakkaföt við hvíta skyrtu og svarta skó. Glæsilegt fyrir jólin.
Klassískt og flott. Timothée sleppir bindinu sem kemur vel út.
Timothée er ekki hræddur við liti. Hér í rauðum jakkafötum.
Bróderuð jakkaföt.
Dökkgrænn velúrjakki og allt annað svart.
Jakkafatasafn Timothée er með því glæsilegra.
Timothée valdi hvíta tóna á Óskarnum fyrr í vetur.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.