Fékk verðlaun fyrir framlag sitt til tískuheimsins

Hin árlegu Vogue CFDA verðlaun voru veitt í Brooklyn, New York í gærkvöldi, en þar voru veitt verðlaun fyrir framlag til tískuheimsins. Allir þeir helstu úr heimi tískunnar í Ameríku voru mættir í sínu fínasta pússi.

Í dómnefnd þetta árið sátu Anna Wintour, Eva Chen frá Instagram, fatahönnuðurinn Joseph Altuzarra, Jeffrey Kalinsky frá Nordstrom, Steven Kolb frá CFDA, Roopal Patel frá Saks Fifth Avenue, Andrew Rosen frá Theory, fatahönnuðurinn Diane von Furstenberg og Mark Holgate og Nicole Phelps frá Vogue.

Leikkonan Emily Blunt veitti fatahönnuðinum Pyer Moss verðlaun, en hann hlaut fyrstu verðlaun og peningastyrk til að halda áfram með fatamerki sitt.

Kerby Jean-Raymond, hönnuður Pyer Moss.

Hér eru þau best klæddu frá gærkvöldinu.

Glamour/Getty. Schosha Woolridge.
Ezra Miller.
Emily Blunt
21 Savage
Skartgripahönnuðurinn Pamela Love
Eva Chen
Laura Spence
Tavi Gevinson
Diane von Furstenberg
Anna Wintour.
Gigi Burris.
Dree Hemingway.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.