„Ég er fatahönnuður fólksins“

Aðdáendur fatamerkisins MOSCHINO gera sig nú undirbúna fyrir morgundaginn, en þá kemur samstarf á milli MOSCHINO og H&M í verslanir. Á hverju ári vinnur H&M með mismunandi hönnuðum og tískuhúsum. Lína MOSCHINO [tv] H&M er skrautleg, fjörug og fjölbreytt og býður upp á flíkur fyrir karlar og konur. Við spurðum Jeremy Scott, listrænan stjórnanda MOSCHINO og Ann-Sofie Johansson út í línuna og samstarfið.

Línan kemur í verslanir H&M á morgun, 8. nóvember. 

Myndir/H&M. Jeremy Scott, Ann-Sofie Johansson og Gigi Hadid.

Jeremy Scott

Hverjar voru helstu ástæðurnar þínar fyrir að fara í þetta samstarf með H&M?

Allt sem ég geri er fyrir aðdáendur mína, ég lifi og dey fyrir þá. Það gleður mig svo mikið að aðdáendur geti nú fengið sér raunverulegar MOSCHINO flíkur með þessu samstarfi. Ég reyni alltaf að gera allt frá hjartanu, sérstaklega þegar ég hanna og ég veit að aðdáendur mínir verði ánægðir með línuna.

Við hverju megum við búast frá þessari línu?

Þegar ég var að hanna línuna hugsaði ég bara um borgir og götur þeirra, götutísku. Ég vildi borgaralegan brag yfir línunni, og blanda mismunandi menningum saman. Ég blandaði glingri við ítalskan glamúr, og húmorinn var aldrei langt undan. Kvenna- og karlalínurnar voru gerðar með sama innblæstri svo að línan er fyrir bæði kynin. Mér finnst að ef flíkin passar á þig, þá er hún þín.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þú hannar karlmannsföt. En hvernig nálgaðistu karlalínuna fyrir þetta samstarf?

Karlalínan er 100% MOSCHINO, sama og kvenlínan. En ég elska karlalínuna því ég er svo sjálfselskur og gat þá hugsað um hverju mig langaði til að klæðast. Það eru flíkur í línunni, eins og háu gallabuxurnar sem ég vil eiga tíu pör af því ég mun nota þær endalaust.

Eru neytendur H&M allt öðruvísi en neytendur MOSCHINO? Hverja myndirðu vilja sjá í þínum fötum?

Ég elska að MOSCHINO [tv] H&M er svo lýðræðisleg. Ég er fatahönnuður fólksins, og mér finnst að tíska ætti að vera aðgengileg öllum, eins og H&M. Það gleður mig svo að gera þessa línu því mig langar að fólk eignist hana. Ég hef séð hvað gerist þegar tískan er ekki bara aðgengileg heldur líka á góðu verði. Ég er svo spenntur að sjá fólk úti á götu í hönnun minni og get ekki beðið eftir að aðdáendur mínir klæðist línunni.

Hönnun þín er oft mjög fjörug og litaglöð, munu þessi atriði skína í línu þinni fyrir H&M?

Ég held að það sé alveg ljóst að línan sé mjög fjörug, og mjög litaglöð. Tíska er gleði fyrir mér og að láta þinn karakter skína í gegn. Ég vil alltaf ýkja því ég er frík, hver dagur er tískusýning fyrir mig. Ég vil að allir sjá hver ég er og tíska er leiðin til þess að koma því til fólks.

Ann-Sofie Johansson

Hvernig hefur verið að vinna með Jeremy Scott?

Það hefur verið mikil ánægja að vinna með Jeremy. Það er yndislegt að eyða tíma með honum en hann er líka mjög skýr þegar kemur að hönnun sinni. Hann veit upp á hár hvað hann vill og hvað er rétt fyrir merkið. Þegar Jeremy kom með hugmyndir sínar að línunni þá féllum við fyrir því sem hann stakk upp á. Það var nákvæmlega það sem við vildum líka, því við viljum alltaf að merkið skíni í gegn þegar við förum í samstarf með öðrum hönnuðum.

Hver er þín uppáhalds flík úr línunni?

Ég elska orkuna sem er í MOSCHINO [tv] H&M línunni, sem mun lífga fataskáp þinn við. Bleika gerviloðskápan með gullkeðjunum er gott dæmi um það. Það er mjög áberandi flík, en hefur mikinn glamúr og elegans. Það verður svo gaman að klæðast henni í vetur.

Hvernig myndirðu lýsa línunni/samstarfinu?

MOSCHINO [tv] H&M er mjög skemmtileg lína. Hún er mjög hávær, gríðarlega áberandi og mikið gull og glingur. Jeremy lék sér mikið með línuna, og ég elska hvernig hann lék sér með Disney-fígúrur og Mtv-lógóið.

Hvernig hefur þetta samstarf verið frábrugðið öðrum sem þið hafið gert?

Hvert samstarf er alveg einstakt, því merkin sem við vinnum með erum mismunandi. Moschino er eitt frægasta fatamerki í heimi. Tískan núna snýst um að standa út úr, hafa gaman og mikinn glamúr, og þessvegna var Moschino fullkomið til að vinna með.

Finnst þér karakter Jeremy Scott koma vel í gegn í línunni?

Fjörugur karakter Jeremy skín skært á marga vegu. Hann sést í Disney-fígúrunum, gullkeðjunum og joggingbuxunum. Bleika kápan sem ég nefndi áðan er einnig mjög fjörug og ég get ekki beðið eftir að sjá viðskiptavini okkar og hvernig þeir klæðast fötunum.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.