Klæðist hundrað milljóna króna brjóstahaldara

Margir bíða spenntir eftir Victoria’s Secret tískusýningunni sem verður haldin um helgina í New York. Vinsælustu fyrirsætur heims munu ganga fyrir undirfatamerkið og hafa fyrirsætur eins og Bella Hadid, Elsa Hosk og Kendall Jenner deilt myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum af undirbúningnum.

Í hverri sýningu er þó ein fyrirsæta sem opnar sýninguna í margumtalaða „fantasíu-brjóstahaldaranum,“ en hann kostar yfir eina milljón dollara, sem eru um 120 milljónir íslenskra króna. Sænska fyrirsætan Elsa Hosk fékk heiðurinn að þessu sinni, en hún hefur verið gengið á tískupalli Victoria’s Secret síðustu ár.

„Brjóstahaldarinn er allur gerður úr demöntum, sem er fullkomið fyrir mig,“ segir Elsa. Brjóstahaldarinn var hannaður af Swarovski og er settur saman úr 21 þúsund demöntum. Það tók fjórar manneskjur og 930 klukkutíma að búa hann til. Í fyrsta skipti munu viðskiptavinir Victoria’s Secret geta keypt, mun ódýrari, útgáfu af honum, en sú útgáfa mun kosta um 29 þúsund krónur.

Glamour/Getty

View this post on Instagram

✨ahhhhh the dream angels fantasy bra✨

A post shared by elsa hosk (@hoskelsa) on

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.