Nokkur góð ráð fyrir fallega blásið hár

Blásið hár með mikla fyllingu og snyrtilega enda verður stórt trend í vetur. Fallega blásið hár dettur aldrei úr tísku og passar bæði fyrir hversdagsleg og sparileg tilefni. Með því að blása hárið öðlast hárið meiri fyllingu, virkar þykkara og verður meðfærilegra. Það er algjört lykilatriði að nota réttar hárvörur og góðan hárblásara. Glamour gefur þér nokkur góð ráð áður en hafist er handa.

Glamour/Getty. Isabel Marant

Ráð 1 Spreyjaðu blástursvökva í rót hársins og síðan lauslega yfir allt hárið á meðan það er rakt. Blástursvökvi gefur hárinu betra tak og meiri fyllingu.

Gelkenndur blástursvökvi sem spreyjast í rakt hárið áður en það er blásið. Vökvinn veitir hárinu gott tak, lyftingu og fyllingu.

Ráð 2 Notaðu hitavörn. Það er mikilvægt að notast við hitavörn, sérstaklega fyrir þá sem blása hárið oft eða nota önnur heit tól á hárið. Þannig kemur þú í veg fyrir að hárið skemmist og þorni upp af hitanum.

Ráð 3 Varastu að nota of mikið af hárnæringu. Hún getur gert hárið of þungt, sérstaklega sítt hár. Það getur reynst erfitt að ná góðri lyftingu og fyllingu í rótina sé hárið orðið of þungt.

 

Davines DEDE conditioner. Hárnæring fyrir allar hárgerðir. Veitir hárinu góða næringu án þess að gera það þungt.

 

Davines VOLU shampoo. Sjampó sem veitir hárinu lyftingu og fyllingu. Frábært til þess að nota fyrir blástur eða einhverskonar hárgreiðslu.

Ráð 4 Snúðu höfðinu á hvolf þegar að þú blæst hárið. Þannig nærðu betri fyllingu og hárið virkar þykkara.

Isabel Benato.

Ráð 5 Að nota rúllubursta eða blástursburta auðveldar þér að búa til lyftingu og fyllingu ásamt því að endarnir verða fallegri.

Ráð 6 Eftir blástur er um að gera að nota hármótunarvöru, kremkennt vax eða þykkingarpúður. Þannig viðheldur þú skotheldu hári yfir allan daginn.

 

HH Simonsen Utopia Dryer. Einn sá allra besti hárblásari sem er í boði í dag. Hárblásarinn er mun léttari og kraftmeiri en flestir aðrir blásarar. Hann inniheldur 6 mismunandi stillingar sem að notast eftir þörfum.

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.