Victoria’s Secret biðjast afsökunar

Mörg undirfatamerki hafa lagt sig fram við það að sýna fjölbreytni og mismunandi líkama þegar kemur að fyrirsætuvali í auglýsingaherferðum. En það hefur eitt fyrirtæki ekki gert. Árleg tískusýning Victoria’s Secret hefur vakið mikið umtal síðustu ár og hafa það ekki endilega verið góð orð. Fyrirtækið hefur verið gagnrýnt fyrir fyrirsætuval sitt sem þykir mjög ófjölbreytt.

Eftir tískusýningu þeirra í síðustu viku fóru sömu raddir aftur af stað sem varð til þess að markaðsstjóri fyrirtækisins, Ed Razek, tjáði sig um málið. „Ef þú ert að spyrja hvort við höfum íhugað að setja trans fyrirsætur (e. transgender) eða fyrirsætur í yfirstærð í sýninguna, þá er svarið já. Við spyrjum okkur oft að því hvort við ættum að fara þá leið. Nei, ég held ekki. Afhverju ekki? Því sýningin snýst um ímyndun og draumóra. Þetta er 42 mínútna skemmtun, það er það sem það er. Þetta er eina sýningin af sínu tagi í heiminum og hvaða merki í heiminum myndu ekki hugsa sig tvisvar um að fá hana, og þá sérstaklega keppinautar okkar sem gagnrýna okkur stanslaust. Og þeir gagnrýna okkur því við erum leiðandi,“ sagði Ed í samtali við Vogue.

Orð Ed hafa verið harðlega gagnrýnd, og sérstaklega af transfyrirsætum, og þeim fyrirsætum sem þykja aðeins þyngri en tíðkast hjá Victoria’s Secret fyrirsætum. Gagnrýnin varð til þess að fyrirtækið kom með afsökunarbeiðni á Twitter á dögunum.

Það er ólíklegt að fólk taki mark á þessari afsökunarbeiðni, en eitt er víst, að fyrirtækið þarf að sýna það í verki og fá meiri fjölbreytni í sýninguna á næsta ári.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.