Ætlaði ekki að leika sjálfur í A Star is Born

Kvikmyndin A Star is Born, með Bradley Cooper og Lady Gaga, er ein vinsælasta kvikmyndin á Íslandi í dag, og að okkar mati, kvikmynd sem allir ættu að gera sér ferð og sjá. Bradley Cooper leikstýrði myndinni og leikur aðalhlutverkið, en það átti ekki að vera þannig til að byrja með.

„Ég hafði eina manneskju í huga sem mig langaði að myndi gera þetta, og sú manneskja er alvöru tónlistarmaður. En stúdíóið vildi ekki gera mynd með honum,“ segir Bradley í viðtali við tímaritið Variety. Sá tónlistarmaður er Jack White úr hljómsveitinni The White Stripes, sem Bradley hitti áður en Lady Gaga kom inn í myndina.

Glamour/Getty. Jack White.

Myndin hefði því orðið allt öðruvísi og ætli Bradley sé ekki langánægðastur með að hafa tekið hlutverkið að sér sjálfur.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.