Myrkrinu fagnað með nýjum ilmi

Skoða myndasafn 21 myndir
10974
10982
10973
10981
10980
10979
10978
10977
10976
10975
10972
10971
10970
10969
10968
10967
10966
10965
10964
10963
10962

Ilmhönnuðurinn Andrea Maack, Madison Ilmhús og Makeup-studio Hörpu Kára fögnuðu nýjum ilmi frá Andreu Maack á dögunum. Ilmurinn er seiðandi, með keim af leðri og rósum.

Ilmurinn ber nafnið DARK og er sjöundi ilmurinn sem Andrea Maack setur á markað. Velgengni vörulínu hennar hefur orðið til þess að ilmvötn Andreu fást nú í um 25 löndum, og hafa tískutímarit eins og Vogue, Elle og W Magazine fjallað um ilmvötn hennar.

Við gerð DARK leit Andrea meðal annars til ungversku greifynjunnar og fjöldamorðingjans Elísabetar Báthory en einnig nöfnu hennar, keisaraynjunnar Elísabetar af Austurríki en sú síðarnefnda varði oftsinnis mörgum klukkustundum í rósabaði. Andrea hefur gjarnan unnið með hugmyndir um fegurð, tísku, útlitsdýrkun og dauða og má jafnvel halda því fram að finna megi einkenni alls þessa í nýja ilminum.

Skoðaðu myndaalbúmið hér fyrir ofan úr skemmtilegu frumsýningarpartýi ilmsins. Myndirnar tók Saga Sigurðardóttir.

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.