Þessar vörur finnurðu í snyrtibuddu Meghan Markle

Meghan Markle er gjarnan mjög náttúrulega máluð, sem eru líklega kröfur þegar maður er giftur Bretaprins. Í viðtölum segist hún mála sig sjálf frá degi til dags, en fær aðstoð förðunarfræðinga þegar stærri viðburðir eiga sér stað.

Hér geturðu séð hverjar uppáhalds snyrtivörur Meghan eru því hún deildi þeim í viðtali við Beauty Bander tímaritið.

  1. Touche Éclat by Yves Saint Laurent hyljari.
  2. Orgasm kinnalitur frá Nars.
  3. Foundation Primer frá Laura Mercier.
  4. Svartur augnblýantur frá Chanel
  5. Hárolía frá Wella.
  6. Sugar frá Fresh í litnum rosé.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.