Hátíðarblað Glamour er komið út

Hátíðarblað Glamour er komið út! Blaðið er stútfullt af tísku, förðun, ráðum og skemmtilegum sögum og má enginn láta það framhjá sér fara fyrir komandi árstíma.

Í tískukaflanum finnurðu fatnað fyrir hátíðarnar, skartið sem verður vinsælt í vetur, hlébarðamynstur og öll þessi litlu smáatriði sem þú skalt hafa í huga. Tískuþáttur blaðsins er eftir íslenska ljósmyndarann Kára Sverriss.

Sérfræðingarnir í Make-up Studio Hörpu Kára sjá um fegurðarkaflann og kenna okkur ýmsa hluti þegar kemur að umhirðu húðarinnar, augabrúnum og vörunum. Einnig deila þær með okkur þeirra uppáhalds snyrtivörum í vetur.

Forsíðuþátturinn er tekinn af Kourosh Sotoodeh og er förðunin eftir Tinnu Emperu.

Lífsstílskaflinn er stór að þessu sinni, þar sem fagurkerar eins og Karitas í HAF Studio, Júlíana Sól í Norr11 og Friðrika Hjördís segja skemmtilegar sögur af jólum og verstu jólagjafir sem þær hafa fengið. Ólöf Jara talar um mikilvægi þess að breyta til , prófa nýja hluti og lífið sem leikkona í New York.

Hina árlegu Jólagjafahandbók Glamour finnurðu svo aftast í blaðinu, þar sem leynast yfir 250 hugmyndir af jólagjöfum fyrir hann, hana, barnið og þau. Þeir sem ætla að gefa jólagjafir í ár mega ekki láta blaðið framhjá sér fara.

Blaðið er á leiðinni til áskrifenda og verður komið í verslanir fyrir helgi. Njótið lestrarins!

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.