Weekday opnar í Smáralind

Sænska fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind næsta vor, árið 2019. Þetta segir í fréttatilkynningu frá merkinu. Margir Íslendingar þekkja verslunina en hana má finna í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Noregi og í Bretlandi. Margar nýjar Weekday verslanir verða opnaðar í Evrópu á næsta ári.

Weekday er tískufyrirtæki sem leggur sérstaka áherslu á fatnað úr gallaefni og er innblásið af ungmenningu og götustíl. Það eru því án efa margir Íslendingar sem fagna þessari opnun.

Myndir/Weekday

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.