Alvöru skóbúnaður

Skoða myndasafn 4 myndir

Í vetur dugir ekkert minna en skórnir sem ganga upp í öllum veðrum. Gömlu góðu gönguskórnir og reimuð stígvél voru áberandi á tískupöllunum fyrir veturinn, sem betur fer fyrir okkur Íslendinga, því þetta eru skórnir sem við getum notað í rigningu, slabbi og snjó.

Glamour gefur þér nokkrar hugmyndir um hvernig þú getur klæðst þínum og ef þú átt gamla sem þú vilt hressa upp á þá er alltaf hægt að kaupa litaðar reimar, og skórnir verða eins og nýir.

Skoðaðu myndaalbúmið til að sjá flotta vetrarskó sem til eru í íslenskum verslunum.

Glamour/Getty. Það er alveg hægt að nota skóna við pils og síða kjóla.
Frá tískupalli Louis Vuitton.
Grenson x House of Holland. Þessir skór fást í Kvartýru No. 49 á Laugavegi.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.