Hailey Baldwin breytir nafni sínu í Hailey Bieber

Eftir trúlofun Justin Bieber og Hailey Baldwin fyrr á árinu veltu margir fyrir sér hvenær brúðkaupið yrði og hvernig þau myndu hátta því.

Parið hefur greinilega náð að gifta sig í friði og virðast nú vera gift, en Hailey Baldwin hefur breytt nafni sínu í Hailey Bieber á Instagram.

Fyrir tveimur dögum setti Justin Bieber mynd á Instagram og skrifaði undir, „konan mín er æðisleg,“ og urðu þá margir vissir um að þau hefðu gift sig. Nú virðist Hailey vera búin að staðfesta þetta með nafnabreytingu sinni.

View this post on Instagram

My wife is awesome

A post shared by Justin Bieber (@justinbieber) on

Samkvæmt tímaritinu People giftu þau sig snemma í september, en vonandi verður hægt að fá það á hreint frá þeim sem fyrst.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.