Tískumiðuð kvikmyndahátíð í Bíó Paradís

 

Í dag, 20. nóvember,  hefst kvikmyndahátíð sem allir tískuunnendur mega ekki láta framhjá sér fara. Hátíðin er haldin í Bíó Paradís og verða meðal annars sýndar heimildarmyndir sem ekki hafa verið sýndar í kvikmyndahúsum hér á landi.

Markmið hátíðarinnar er að halda tískutengdan viðburð sem opinn er öllum, nemendum, fagaðilum og áhugafólki. Allar kvikmyndirnar sem eru til sýnis er vert að sjá. Heimildarmyndin The True Cost fjallar um fataiðnaðinn, ódýran fatnað og á hverjum framleiðsla hans bitnar mest.

Kvikmyndir um fatahönnuðina og listamennina McQueen og Martin Margiela verða sýndar, og einnig myndin Advanced Style, sem fjallar um sjö konur yfir sextíu ára sem allar hafa sinn einstaka stíl.

Hér er viðburðurinn á Facebook og hér er hægt að kaupa miða.

 

 

 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.