Bestu snyrtivörurnar til að ná skarpari augnsvip

Svartur maskari og svartur eyeliner eru líklega vinsælustu förðunarvörur heims. Þeir draga fram augun og veita augnsvipnum dýpt og skerpu. Það er hægt að búa til ótal útgáfur af augnförðun einungis með þessum tveimur vörum og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þessar tvær týpur af snyrtivörum henta einnig vel fyrir náttúrulega förðun svo að hvort sem þú kýst létta eða dramatíska förðun mælum við með að bæta þessu í snyrtibudduna. Glamour telur upp sex snyrtivörur á góðu verði sem vert er að bæta í snyrtibudduna fyrir haustið.

MAXFACTOR Masterpiece high precision svartur eyeliner. Blautur eyeliner í tússformi. Þornar með mattri áferð. Einnig hægt að nota inn í vatnslínu.

NYX Professional makeup Epic ink liner. Svartur eyeliner. Vatnsheldur eyeliner í tússformi. Eyelinerinn er oddhvass að framan þannig að hann er mjög meðfærilegur og auðvelt að stjórna tússinum. Þornar sem kolsvartur.

Gosh Slanted pro dual tip liquid svartur eyeliner. Kolsvartur fljótandi eyeliner með skáskornum framenda sem að hannaður er til þess að stjórna þykkt línunnar. Þornar með örlítilli glansáferð. Tollir vel á.

 

 

Gosh BOOMBASTIC XXL Volume svartur maskari. Maskari sem að lengir og þéttir augnhárin. Inniheldur mjúka formúlu svo að auðvelt er að byggja hann upp í nokkrum lögum.

L´Oreal Paradise svartur maskari. Lengir augnhárin og veitir þeim lyftingu og fyllingu. Það er auðvelt að byggja maskarann upp fyrir dramatískara útlit.

L´Oreal Unlimited svartur maskari. Veitir lyftingu, fyllingu og lengingu. Hægt er að beygja burstann þannig að hann verði meðfærilegri og nái vel í rót augnháranna. Veitir dramatískt útlit.

Sensai Lash volumizer 38°C. Maskari sem að lengir og byggir upp augnhárin. Þolir tár, svita og verðráttu vel en rennur mjúklega af þegar hann er þrifinn af með vatni heitara en 38 gráður.

Glamour/Getty

Ráð 1 Fyrir þá sem hafa litla sem enga reynslu í að setja á sig eyeliner er gott ráð að lyfta hökunni upp, horfa niður og einfaldlega stimpla línuna meðfram augnhárunum.

Ráð 2 Til þess að skerpa á augnsvipnum á náttúrulegan hátt er gott að bera svartan eyeliner í efri vatnslínu. Við það færðu skarpari augnsvip og efri augnhárin virka þéttari.

Ráð 3 Berðu á þig maskarann með sikksakk hreyfingum, þannig kemstu næst rót augnháranna og byggir upp lyftingu og fyllingu.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.