Breyttar áherslur í förðun fyrir veturinn

Vetrinum fylgja veðurbreytingar sem þýðir að margir finna vel fyrir breytingum á húðinni. Hún getur þornað og þá þarf að færa sig yfir í mildari hreinsivörur, veita húð og hári meiri raka.

Samhliða þessu breytist litarhaft flestra örlítið á þessum tíma, sólbrúnkan dvínar og við verðum ljósari á hörund. Þetta getur kallað á breyttar áherslur í förðun. Glamour gefur ykkur dæmi um nokkur hár- og förðunartrend fyrir veturinn sem auðvelt er að fylgja eftir.

Glamour/Getty

Ljómandi húð heldur áfram að vera stórt trend í förðunarheiminum í vetur. Notaðu NYX Professional Makeup Away We Glow Liqued Booster, í litnum Glazed Donuts. Það er kampavínslitað ljómakrem sem veitir húðinni fágaðan ljóma.

Túberað hár í lágu tagli er málið í vetur. Einnig er fallegt að hylja teyjuna með hárlokk. Náðu útlitinu fram með bursta frá HH Simonsen, Wet brush. Frábært hárbursti sem slítur ekki hárið. Einnig er gott að túbera og gera meira úr hárinu með honum.

Náttúrulegar varir halda áfram að vera í tísku í haust. Prófaðu þig áfram með mismunandi litatóna og áferðir. Notaðu Maybelline Super Stay Matte Ink Liquid Lipstick, í litnum Loyalist. Fallegur brúnbleikur varalitur sem tollir vel á vörunum.

Frjálslegir liðir passa vel við hvaða tilefni sem er. Notaðu HH Simonsen Rod vs4 krullujárn. Frábært og meðfærilegt krullujárn sem að býður upp á allavega útfærslur af liðum og krullum.

Vínrauðar neglur passa vetrinum vel. Einnig er fallegt að vera með varalit í svipuðum lit. Notaðu Essie Gel Couture naglalakk, Spiked with style. Vínrautt naglalakk sem tollir vel á nöglunum.

Lýstu upp innri augnkrók með ljósum augnskugga til þess að stækka og birta yfir augnsvæðinu. Við mælum með að nota MAC White Frost augnskugga.

Fyrir fallega og náttúrulega áferð á húðina er fallegt að nota léttan farða og byggja hann upp í tveimur lögum. Við mælum með að nota MAC Face and Body farða. Léttur vatnskenndur farði sem að jafnar út húðtón er verður nánast ósýnilegur á húðinni. Gott er að byggja hann upp í 2 lögum og bera hann á með fingrum.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.