Fimm skref í átt að betri húð

Hvort sem þú ert karl eða kona þá skiptir góð húðumhirða miklu máli, en því miður er það staðreynd að karlmenn veita húðinni ekki jafn mikla athygli og konur. Húðin er okkar stærsta líffæri og því skiptir máli að hugsa vel um hana og enn betra ef hægt er að dekra við hana af og til.

Að vera með góða húð er eilífðar verkefni. Hér gefur förðunarfræðingurinn Alexander Sigfússon okkur góð ráð fyrir veturinn.

Það skiptir öllu máli að velja vörur sem henta þinni húðgerð. Það er til dæmis mjög algengt að fólk telji sig vera með þurra húðgerð en er það alls ekki, yfirborðsþurrkur kemur fram hjá mörgum og manni getur fundist eins og maður sé með of þurra húð. Það er þess virði að fá rétta greiningu og þú munt spara þér með því að kaupa réttu vörurnar í stað þess að eyða miklu í dýru en „röngu“ vörurnar sem henta þér ekki.

Morgun- og kvöldrútínan er mikilvægt skref í átt að hreinni húð

 • Fyrir blandaða- og olíkennda húð nota ég mildan andlitshreinsi frá Aesop sem fæst í Madison Ilmhús. Hreinsirinn er þunn, gelkennd formúla sem nudda vel í húðina og skola síðan af með volgu vatni. Ég sá mikinn mun á húðinni minni eftir að ég fór að nota þennan hreinsi svo ég mæli með.
 • Fyrir þurra, venjulega eða viðkvæma húð myndi ég hiklaust mæla með að nota Purifying Facial Cream Cleanser sem einnig er frá Aesop. Hann er mjög mildur og maður notar hann eins og þann fyrir ofan, nudda í húðina og skola af með volgu vatni.

Í þriðja lagi – andlitsvatn

 • Þegar ég fór að hugsa betur um húðina hafði ég ekki mikla trú á andlitsvatni og fannst það tilgangslaust. En það voru fordómar fáfræði minnar. Eftir að húðin er hreinsuð með andlitshreinsi opnast húðholurnar og óhreinindin fara úr þeim. Þá kemur andlitsvatnið til sögunnar, það lokar húðinni og kemur yfirborðssýrustigi húðarinnar í jafnvægi.
 • Ég mæli með að nota In Two Minds Facial Toner frá Aesop, en hann er úr sömu línu og andlitshreinsirinn og hentar fyrir blandaða húð.
  Fyrir þurra, venjulega eða viðkvæma húð mæli ég með B & Tea Balancing Toner sem kemur húðinni í jafnvægi, veitir léttan raka og fullt af andoxunarefnum.

Veldu þitt fullkomna rakakrem

 • Aftur gildir sama reglan sem er mikilvægi þess að nota vörur sem henta þinni húð. Raki er það sem skiptir húðina hvað mestu máli og er best að byrja að nota gott rakakrem sem fyrst.
 • Ég nota rakakrem frá Aesop úr In Two Minds línunni. En önnur rakakrem sem ég hef verið mjög ánægður með í gegnum árin eru Hydra Genius rakakremin frá L’Oreal, sem eru rakabomba fyrir húðina. Lightweight Facial Hydrating Serum frá Aesop og Hydra Éclat Day Care frá BY TERRY. Öll þessi merki bjóða upp á góð rakakrem sem henta öllum húðgerðum.

Dekraðu við húðina

 • Þegar ég segi það þá meina ég að setja á sig góðan andlitsmaska, skrúbba húðina og fara í andlitsbað og þess háttar. Það sem ég mæli með að gera er að nota góðan rakamaska einu sinni til tvisvar í viku og er það sérstaklega gott þegar veðrið fer kólnandi. Ég mæli með Hydra Éclat Mask frá By Terry og Nordic Skyn Peel frá Skyn Iceland. Það er mitt uppáhald þegar kemur að því að skrúbba húðina sem er mjög mikilvægt að gera, en í mesta lagi tvisvar sinnum í viku.
 • Fyrir karlmenn er mikilvægt að nota góða skeggolíu, sérstaklega þegar fer að kólna því húðin undir skegginu er staðurinn sem er hvað mest berskjaldaður í andlitinu. Mér finnst best að grípa í Fabulous Face Oil frá Aesop og nudda henni vel í skeggrótina.
 • Skelltu þér svo í almennilega húðhreinsun af og til hjá fagaðilum sem vita alveg hvað þeir eru að gera.

View this post on Instagram

✨Duo Chromatic Alchemy✨ Duo Chromatic makeup look I demonstrated in my class at @reykjavikmakeupschool on the stunning @unnurbackman • Using : • • Skin @iliabeauty True Skin Serum Foundation -> @nola.is @iliabeauty Illuminator Stick – Cosmic Dancer -> @nola.is @iliabeauty Muti-Use, blush stick – Cheek to Cheek -> @nola.is @anastasiabeverlyhills – Amrezy -> @nola.is • • Eyes @nablacosmetics eyeshadow – Alchemy -> @nola.is @eylureiceland – Lash Pro Duos & Trios • • Brows @anastasiabeverlyhills – Brow Wiz, Deep Brown. -> @nola.is • • Lips @iliabeauty – Lip Gloss White Rabbit. -> @nola.is #muasfeaturing #makeup #makeupartist #makeupaddict #makeuponpoint #mua #reykjavikmakeupschool #nola_is #iliabeauty #anastasiabeverlyhills #nablacosmetics #eylurelashes

A post shared by Alexander Sigurður Sigfússon (@facesbyalexsig) on

View this post on Instagram

✨ Born to Glow✨ Teaching a @nyxcosmetics / @nyxcosmeticsnordics class, where I demonstrated this mega-glowing makeup look on beautiful @yngkarin • • Face : • @nyxcosmeticsnordics Hydratouch Primer • @nyxcosmeticsnordics HD Studio Photogenic Foundation – Sand Beige • @nyxcosmeticsnordics Highlight & Contour Cream Palette • @nyxcosmeticsnordics Born To Glow Highlighting Palette • • Eyes • @nyxcosmeticsnordics HD Eyeshadow Base • @nyxcosmeticsnordics Love You So Mochi Eyeshadow Palette – Sleek and Chic • @nyxcosmeticsnordics Pigments – Vegas Baby • • Lips • @nyxcosmeticsnordics Suede Matte Lip Liner – Las Vegas • @nyxcosmeticsnordics Duo Chromatic Lip Gloss – Blooming #nyxcosmetics #nyxcosmeticsnordicsnordics

A post shared by Alexander Sigurður Sigfússon (@facesbyalexsig) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.