Gerviloð tekur við af því ekta

Skoða myndasafn 4 myndir

Undanfarin ár hefur umræða um alvöru loðfeldi verið mjög áberandi í tískuheiminum. Fleiri og fleiri fatamerki tilkynna það að þau ætli að skipta yfir í gerviloð og má búast við að það muni bara bætast í hópinn. Stór tískuhús á borð við Gucci, Michael Kors, Versace, Margiela, Tom Ford og Coach hafa öll tekið upp gerviefnin að ósk neytenda, því sífellt fleiri eru meðvitaðir um dýravernd, umhverfið og sjálfbærni í tískuheiminum.

Kápur úr gerviloði voru áberandi á tískupöllunum fyrir veturinn og finnurðu margar fallegar í íslenskum verslunum. Þær eru ódýrari en alveg jafn hlýjar, svo þetta gæti ekki verið betra.

Skoðaðu okkar uppáhalds gerviloðspelsa í myndaalbúminu hér fyrir ofan.

Glamour/Getty. Dries Van Noten.
Dries Van Noten
Tom Ford
Philosophy di Lorenzo Serafini
Stella McCartney
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.