Harry og Meghan flytja úr stórborginni

Harry og Meghan hafa tilkynnt það að þau muni flytja frá íbúð sinni í Kensington-höll á næsta ári. Þau munu flytja til Windsor, rétt fyrir utan London, í húsnæði sem kallast Frogmore Cottage, en húsið var gjöf frá drottningunni til hjónanna.

Þau munu hafa aðeins meira pláss í Windsor en Kensington. Eins og ljóst er þá eiga Harry og Meghan von á sínu fyrsta barni í vor og eru að undirbúa komu þess. Íbúð þeirra í Kensington er tveggja svefnherbergja, en húsið í Windsor er með tíu svefnherbergi. Harry og Meghan eru aðeins að lífga upp á húsið, og eru að auðvitað breyta einu herberginu í barnaherbergi.

Glamour/Skjáskot. Frogmore Cottage.

Húsið í Windsor er við hliðina á húsinu þar sem hjónin héldu brúðkaupsveisluna sína, Frogmore House, svo þeim þykir vænt um þann stað. „Hertoginn og hertogaynjan af Sussex munu flytja í Frogmore Cottage í Windsor snemma á næsta ári, þar sem þau undirbúa sig fyrir komu fyrsta barnsins síns. Windsor er sérstakur staður fyrir þau og eru þau mjög þakklát fyrir að geta búið þarna. Skrifstofur þeirra munu ennþá vera í Kensington-höll,“ segir talsmaður hjónanna við tímaritið People.

Glamour/Getty. Frogmore House.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.