Victoria Beckham setur sína eigin YouTube rás í loftið

Fatahönnuðurinn og fyrrverandi kryddpían Victoria Beckham er að setja sína eigin YouTube rás í loftið. Þar mun hún deila ýmsum ráðum tengt förðun, stíliseringu og hennar daglegu verkefnum tengt fatamerkinu sínu.

„Þetta er nýr kafli. Ég set fótinn á bensíngjöfina og ég get gert allt sem mér hefur langað að gera í langan tíma,“ segir Victoria Beckham í samtali við Derek Blasberg.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.