Monki opnar á Íslandi

Skandínavíska tískumerkið Monki, sem margir Íslendingar þekkja svo vel opnar sína fyrstu verslun á Íslandi í vor. Verslunin verður staðsett í Smáralind og verður 450 fermetrar að stærð.

Monki er sænskt merki og er skemmtileg blanda af norrænni hönnun og asískri götutísku, og hefur verið mjög vinsælt síðustu ár. Grunnmarkmið Monki er að valdefla ungar konur um allan heim og hvetja þær til að tjá sig og vera stoltar af sjálfri sér. Monki hefur alla tíð sótt innblástur til aðdáenda sinna, fólks sem sýnir hvernig það beitir tískunni á skapandi hátt undir myllumerkinu #monkistyle.

Glamour/Getty

Það fer margt að gerast í Smáralind með vorinu þegar Monki, en einnig Weekday opna dyr sínar fyrir íslenskum tískuunnendum.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.