Uppáhalds hárgreiðsla Katrínar

Síðustu daga hefur Katrín hertogaynjan af Cambridge sótt hina ýmsu opinberu viðburði þar sem hún velur sömu, sniðugu hárgreiðsluna aftur og aftur. Hárgreiðslan er fljótleg og fínleg, en Katrín setur hárið í dagl og hnýtir velúrslaufu utan um teygjuna.

Þessi hárgreiðsla hefur samt oft þótt frekar barnaleg, en Katrínu tekst að bera hana vel. Hárgreiðslan er látlaus velúrslaufa sem er hnýtt svo hárteygjan sjáist ekki. Katrín hefur notað slaufuna við tagl en slaufan mun passa vel við fléttu og lausan snúð.

Sniðug hugmynd sem við munum nýta okkur í desember svo við dettum ekki í leiðinlega rútínu með hárið.

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.