H&M lokar Cheap Monday

Gallabuxnaversluninni vinsælu, Cheap Monday, verður lokað næsta sumar, segir í tilkynningu frá H&M, sem eru eigendur merkisins. Ástæðan er léleg sala hjá merkinu í nokkurn tíma.

„Viðskiptaáætlun Cheap Monday hefur ekki þrifist vel vegna breytinga í tískuiðnaðinum og hefur salan á fatnaði verið neikvæð í langan tíma.“ Cheap Monday hefur aðallega verið þekkt fyrir gallabuxur sem voru sérstaklega vinsælar þegar þröngu „skinny“ gallabuxurnar voru hvað mest í tísku.

Fyrirtæki H&M keypti Cheap Monday, Weekday og Monki árið 2008, en eiga einnig tískuverslanir eins og Cos, &Other Stories og Arket.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.