Kim Kardashian skín skært á tískusýningu Versace

Kim Kardashian og Kanye West hafa lítið sést saman undanfarið, en það breyttist þegar þau mættu á tískusýningu Versace í New York um helgina. Kim Kardashian skein skært í silfurkjól.

Kim Kardashian klæddist stuttum silfurkjól frá Versace, með hárskraut í stíl og háum hælum. Silfurlitaðar flíkur verða vinsælar í vetur og þá sérstaklega yfir hátíðirnar og sáust á tískupöllum hjá mörgum hönnuðum.

Dress Kanye West var aðeins látlausara, en hann klæddist dökkblárri kápu og strigaskóm í stíl.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.