Heimilisvörur frá Acne Studios

Sænska tískuhúsið Acne Studios hefur hannað heimilislínu sem inniheldur púða, teppi og bolla. Teppin eru lík þeirra vinsælustu treflum, sérstaklega Canada-treflinum sem hefur verið svo vinsæll síðustu ár hjá Acne.

Í línunni finnurðu teppi, púða og bolla í fallegum litum. Teppin og púðarnir eru köflóttir, þar sem mörgum mynstrum og áferðum er blandað saman. Línan er lítil og kemur í takmörkuðu upplagi.

Glamour/Skjáskot

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.