Chanel hættir að nota framandi skinn og loð

Franska tískuhúsið Chanel er hætt að nota framandi skinn og loð fyrir vörur sínar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá merkinu. Chanel er stærsta tískuhúsið sem hefur tekið svona ákvörðun, en alltaf bætist í hóp þeirra tískuhúsa sem taka afstöðu í þessum málum.

Það er þó ekki verið að tala um að Chanel hætti að nota leður, heldur einungis þau framandi sem verður sífellt erfiðara að fá. Þetta eru skinn af krókódílum, eðlum, snákum, skötu og annað loð, sem að Chanel notar annars mjög lítið af. Ástæðan fyrir þessu er hversu erfitt er að fá þetta efni nú til dags.

„Ákvörðunin er ekki tekin útfrá utanaðkomandi pressu frá neytendum, heldur hve erfitt er að nálgast skinn og loð. Þetta er frjálst val,“ segir Bruno Pavlovsky, forseti tískudeildar Chanel.

Chanel hyggst nú leggja vinnu í að rannsaka og þróa efni sem koma í staðinn. Vörur úr þessum skinnum kosta gríðarlega mikla peninga, en tískuhúsið hefur ákveðið að búa til sín eigin efni sem, að þeirra sögn, verða bara betri.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.