Fallegur brúðarkjóll Priyanka Chopra

Indverska leikkonan Priyanka Chopra giftist söngvaranum Nick Jonas í Jodphur á Indlandi á dögunum og var brúðkaupið eftir indverskum sið, margra daga veisla. Priyanka klæddist sérsaumuðum kjól frá Ralph Lauren, með handsaumuðum steinum. Priyanka deildi mynd af hjónunum á Instagram.

Það er heilmikil saga á bakvið kjólinn, en hluti af brúðarkjól tengdamóður hennar er saumaður inn í kjólinn. Einnig var blúnda frá brúðarkjólnum saumuð inn í fóðrið á jakkafötum Nick. Á blúnduna voru orðin „My Jaan“ sem þýðir „Líf mitt“ á blúnduna.

View this post on Instagram

And forever starts now… ❤️ @nickjonas

A post shared by Priyanka Chopra (@priyankachopra) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.