Pharrell Williams á tískupalli Chanel

Chanel hélt tískusýningu sína fyrir haustið (pre-fall) 2019 í New York í gærkvöldi, en þetta er í fyrsta skiptið í mörg ár sem tískuhúsið sýnir annars staðar en í París. Sýningin var innblásin af sögu Egyptalands, þar sem mikið var um gull og marglitaða steina.

Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams gekk tískupallinn fyrir Chanel í gærkvöldi en hann hefur unnið með Chanel síðustu ár, og er þetta ekki í fyrsta skiptið sem hann er í þessari stöðu. Pharrell var fyrsti karlmaðurinn til að kynna til leiks nýja Chanel tösku í auglýsingaherferð, og eru hann Karl Lagerfeld miklir vinir. Í gærkvöldi klæddist hann gulldressi frá toppi til táar, peysu, gullbuxum og skóm.

Glamour/Getty

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.