Uppáhalds jólalög Dóru Júlíu

Einn vinsælasti plötusnúður landsins, Dóra Júlía Agnarsdóttir deilir með okkur sínum uppáhalds jólalögum og eftirminnilegustu jólunum. Hún viðurkennir að hennar uppáhalds lag gæti komið mörgum á óvart, en hún tengir það við góðar minningar síðusta árs.

Uppáhalds jólalögin?

5. Last Christmas – Wham!
4. All I want for Christmas is you – Mariah Carey
3. Santa Baby í útgáfu Kaskade go Jane XO
2. Ef ég nenni – Helgi Björns
1. Christmas is Here – Kaskade og Late Night Alumni

Mjög fyndið uppáhalds jólalag, en síðustu jól rambaði mamma inn á jólaplötuna hans Kaskade á Spotify og hringdi í mig til þess að segja mér að þetta væri svona ekta jólalag sem DJ myndi elska. Og eins og langoftast hafði hún rétt fyrir sér og við hlustuðum svona 100 x á þetta lag og þessa plötu þegar við vorum að pakka inn og jólastússast í fyrra. Þannig mér þykir líka eitthvað mjög vænt um minningar í kringum lagið.

Hvernig ætlarðu að eyða jólunum í ár? 

Við erum að fara í frænkuferð til Edinborgar núna um miðjan desember þar sem við ætlum að versla smá jólagjafir, fara á markaði, drekka te og chilla og hlæja. Ætla svo að vera á Íslandi um jólin og hlakka mikið til þar sem vinir sem búa erlendis og ég hef ekki séð lengi eru að koma heim. Ég er að spila mikið í desember en ætla samt að vera mjög dugleg að hafa það næs með þeim sem mér þykir vænt um, enda er ég mikil cosykona. Á aðfangadag fer ég í mat til mömmu sem eldar rosa góðan mat. Það er því miður lítil hjálp í mér í matseldinni en ég er samt búin að lofa að gera mjög góðan jólaplaylista og svo er ég líka mjög góð í að halda uppi fyndnum samræðum, þó ég segi sjálf frá.

Glamour/Getty. Edinborg.

Uppáhalds jólahefð? 

Ég er í rauninni ekki mikið fyrir hefðir og það er ekki beint eitthvað ákveðið sem mér finnst bráðnauðsynlegt að gera eins á hverju ári. Það er svo gaman að skapa nýjar minningar.

Hver er þín uppáhalds minning frá jólum? 

Ég á nokkrar sem mér þykir mjög vænt um. Eyddi jólunum einu sinni í Californiu og það var í fyrsta skipti sem ég kom til LA. Ég varð yfir mig ástfangin af borginni, enda komið þangað ca 100 sinnum síðan þá. Eitt kvöld á milli jóla og nýárs keyrðum við niður að strönd og horfðum á sólsetrið þar sem sólin dýfði sér ofan í sjóinn, á meðan að einhver gamall maður gólaði jólalög fyrir klink. Ómetanleg minning.

Svo þykir mér líka mjög vænt um minningu frá því ég var lítil heima hjá ömmu og afa í Þingholtunum á aðfangadagskvöld. Ég píndi eldri frændsystkini mín til þess að gera jólaleikrit með mér, fann til kústa og teppi og allskonar dót í geymslunni, var með baby born dúkkuna mína og við settum upp útfærslu af vitringunum þremur þegar jesúbarnið var að fæðast. Ég var stjórnsamur og örugglega óþolandi krakki en þau voru svo góð við litlu frænku sína að leyfa henni að frekjast og fá athygli.

Hvaða lykt minnir þig á jólin? 

Fyrst og fremst mjög góð matarlykt.

Hvað langar þig í í jólagjöf?

Amma mín biður alltaf um ást og umhyggju þegar ég spyr hana hvað hana langi í í gjöf. Ég tengdi ekki mikið við það þegar ég var yngri en svona án þess að vera væmin eða háfleyg þá er það langbesta gjöfin. Uppáhalds jólagjöfin mín í ár verður líklega að fá bestu vinkonu mína heim frá Barcelona og besta vin minn heim frá Abu Dhabi.

View this post on Instagram

wraw

A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) on

View this post on Instagram

Hoe hoe hoe ???

A post shared by Dóra Júlía | J’adora (@dorajulia) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.