Gefðu fallega jólagjöf í ár

Desember er oftast stútfullur af gleði og öðrum viðburðum, tíma með fjölskyldu og vinum. Í stressinu þjótum við á milli staða í leit að fullkomnum jólagjöfum, en einnig er gott að staldra við, og huga að þeim sem minna mega sín.

Jólagjöf UN Women 2018 er unnin í samstarfi við Reykjavík Letterpress og ber heitið Vonarneisti. Samhliða jólagjöfinni voru framleiddir einstakir gjafamerkimiðar sem við kjörið er að skreyta pakkana með.

Vonarneistinn er táknrænt eldspýtnabréf sem stendur fyrir vonina sem kviknar í lífi Róhingjakonu þegar hún leitar til neyðarathvarfs UN Women við Balukhali flóttamannabúðirnar í Bangladess.

Margar þeirra eru ekkjur, einstæðar mæður sem eru nýbúnar að flýja heimkynni sín eftir ofsóknir og gróft ofbeldi. Þær þora ekki að fara út úr kofum sínum eða taka þátt í samfélaginu af ótta við ofbeldi nýju aðstæðum.

Allur ágóði af sölu jólagjafarinnar rennur til neyðarathvarfs UN Women þar sem konurnar fá áfallahjálp, öruggt skjól og atvinnutækifæri. Auk þess dreifir UN Women sæmdarsettum sem inniheldur helstu hreinlætisvörur, teppi, vasaljós og vistvæn kol til matseldar og upphitunar.

Sjáðu meira á heimasíðu UN WOMEN hér.

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.