Kórallitaður er litur ársins 2019

Kórallitaður (e. coral) er litur ársins 2018 hjá litafyrirtækinu Pantone. Pantone spáir fyrir helstu litum í trendum, förðun og tísku og finnst þeim líklegt að á næsta ári verði kórallitaður mjög áberandi.

Liturinn mun án efa fríska upp á fataskáp margra næsta vor. Kórallitaður hefur verið einn vinsælasti varaliturinn síðustu ár og mun það líklega halda áfram þannig. Liturinn var einnig nokkuð áberandi á tískupöllunum fyrir næsta sumar, og kom fram bæði á fallegum kjólum og drögtum.

Ricostru.
Zero + Maria Cornejo
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.