Ítalski förðunarmeistarinn Lucia Pica hefur starfað sem yfirmaður Chanel snyrtivara og lita í nokkur ár. Lucia er sú sem ræður hvaða trend eru í snyrtivörunum frá Chanel, og ferðast um heiminn til að fá innblástur.

Fyrir sýningu Chanel í New York, Métiers d’Art show 2018/19 gerði Lucia framúrstefnulega og öðruvísi förðun sem var innblásin af Egyptalandi, rétt eins og fatnaðurinn. Hér svarar hún nokkrum spurningum og gefur okkur góð ráð.

Métiers d’Art 2018/19 Paris-New York Backstage CHANEL. Förðun: CHANEL – Lucia Pica © CHANEL 2018. Myndir Benoît Peverelli.

Lucia Pica.

Hver var innblásturinn á bakvið förðunina? Hvaða fyrirmæli fékkstu frá Karl Lagerfeld? Innblásturinn var augljóslega egypskur, og ég vildi aðeins meiri abstrakt/framtíðartilfinningu. Ég byrjaði með svartan og hvítan, og blái og gulllitaði voru fengnir frá fatalínunni, sem Karl Lagerfeld bað um. Ég kom með nokkrar hugmyndir að förðun og honum líkaði vel við útlitið sem var valið fyrir sýninguna.

Myndir/CHANEL. Benoît Peverelli.

Geturðu lýst förðuninni frá sýningunni? Förðunin er fersk, grafísk og segir vel sögu fatalínunnar.

Ertu með einhver góð förðunarráð til að deila með okkur? Ég notaði Palette Essentielle fyrir ferskt andlit. Ég notaði augnblýant með Les Pinceaux De Chanel augnblýantspensli, fram og aftur til að fá sterkar svartar línur sem mjókkaði og endaði í fínni línu, til að gefa tilfinningu fyrir hreyfingu.

Hvaða vöru fannst þér gott að nota til að ná þessari förðun? Mér fannst Calligraphie De Chanel Hyberblack augnblýanturinn fullkominn fyrir þessa förðun.

 

Myndir/CHANEL. Benoît Peverelli.
Myndir/CHANEL. Benoît Peverelli.
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.