Naomi Campbell er nýtt andlit snyrtivörumerkisins NARS

Þrátt fyrir að vera eitt vinsælasta ofurfyrirsæta heims, þá hefur Naomi Campbell aldrei verið andlit snyrtivörumerkis, þar til núna, en hún er nýtt andlit franska merkisins NARS. Naomi er að vonum spennt fyrir þessu nýja starfi. 

„Við François erum eins og fjölskylda. Það er mikill heiður að vera andlit merkis sem ég hef átt svo gott samband við öll þessi ár,“ sagði Naomi í samtali við breska Vogue. 

François Nars er stofnandi merkisins, en þau Naomi hafa lengi verið vinir. „Naomi er lifandi goðsögn og er með svo sterkan persónuleika fyrir framan myndavélina. Við erum eins og fjölskylda og ég hef þekkt hana frá því að hún byrjaði í þessum bransa. Ég dáist af henni, fegurð hennar og stíl.“ segir François Nars. 

Ein vinsælasta vara NARS er Orgasm kinnaliturinn, en Naomi mun sitja fyrir í þeirri herferð snemma á næsta ári. 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.