Ósýnileg förðun

Hin ósýnilega förðun lætur viðkomandi líta vel út, skína af heilbrigði og dregur úr þreytumerkjum án þess að förðunin sjálf sé sýnileg. Í slíkri förðun skiptir rétt litaval miklu máli og vanda þarf til verka þegar réttu húðvörurnar eru valdar. 

Val á réttu húðvörunum fer eftir húðgerð og litarhafti hvers og eins, og einnig hvaða áferð viðkomandi sækist eftir. Til að ná góðum tökum á förðuninni þá er gott að veita húðinni ríkulegt magn af raka svo áferðir og litir blandist betur inn í húðina. Glamour telur upp nokkar af sínum uppáhalds vörum til þess að búa til hina ósýnilegu förðun.

Glamour/Getty

Ráð 1 Veldu lit á léttum farða eða dagkremi í dagsljósi og berðu á kjálka og háls, þannig sérðu best hvort liturinn passar við náttúrulegt litarhaft þitt.

Ráð 2 Berðu alltaf rakakrem á húðina áður en þú berð förðunarvörur á andlitið, þannig færðu jafnari og fallegri áferð.

Ráð 3 Leiktu þér með mismunandi áferð. Að blanda saman mattri, kremaðri og glansandi áferð gefur förðuninni meiri þrívídd og dregur fram andlitsdrætti.

Bio Effect rakasprey sem veitir húðinni raka og fær aðrar vörur til þess að ganga betur inn í húðina.

Chanel CC Cream Complete Correction krem. Veitir náttúrulega þekju og jafnar út húðtóninn og misfellur í andlitinu. 
Becca Shimmering Skin Perfector Liquid, Pearl ljómakrem. Perlulitað ljómakrem sem veitir húðinni fallegan ljóma.
Sensai Loose Powder glært púður. Laust litlaust púður sem mattar niður glans en heldur húðinni frísklegri.
Yves Saint Laurent Couture litað augabrúnagel. Brúnt augabrúnagel sem greiðist í gegnum brúnir og litar hárin og mótar brúnirnar.
Clarins Instant varaolía. Rakagefandi varaolía sem nærir og græðir varirnar og veitir þeim fallegan glans. Olíuna er líka hægt að nota ofan á kinnbein og og augnlok.

Gosh Foundation plus+. Léttur farði sem veitir húðinni jafna og náttúrulega þekju sem hægt er að byggja upp.

MAC Groundworkpro kremaugnskuggi. Ljósbrúnn kremaður augnskuggi sem veitir augunum mildan lit og ferska áferð. Tilvalinn til þess að bera á augnlok og undir augnbein fyrir minniháttar skerpu í náttúrulegri förðun. 

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.