Michelle Obama og nýi stílistinn

Fyrrum forsetafrúin Michelle Obama kynnir nú til leiks sjálfsævisögu sína, Becoming, á ferð um Bandaríkin. Margir velta því fyrir sér hvort hún hafi skipt um stílista á miðri leið, því dress hennar undanfarið hafa vakið mikla athygli og þótt mjög framúrstefnuleg.

Michelle hefur klæðst merkjum eins og Balenciaga, Vetements og Balmain. Við hlökkum til að fylgjast með henni næstu mánuði. 

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.