Varð orðlaus yfir sýningu Lady Gaga

Lady Gaga byrjaði nýtt ár með nýrri sýningu í Las Vegas, Enigma. Engin önnur en söngkonan Celine Dion var á hliðarlínunni og hvatti hana áfram, og birti myndband af sér á Instagram þar sem hún virðist skemmta sér vel. 

„Ég skemmti mér svo vel í gær @Lady Gaga! Orka þín á sviðinu er smitandi og ég var orðlaus yfir þér,“ sagði Celine Dion á Instagram. 

Söngkonurnar tvær líta greinilega mjög upp til hvorrar annarrar, því Lady Gaga tileinkaði eitt lag sýningarinnar til Celine. Rétt áður en lagið „You and I“ hófst sagði hún Celine vera goðsögn. „Þú ert goðsögn, þú ert stuðningsrík og þú ert góð.“ 

Þessi vinalega orka er það sem þarf á næsta ári!

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.