Kim Kardashian og Kanye West eiga von á sínu fjórða barni

Kim Kardashian og Kanye West eiga von á sínu fjórða barni með hjálp staðgöngumóður, samkvæmt tímaritinu People. Fyrr eiga þau börnin North, 5 ára, Saint, 3 ára og Chicago, sem er tæplega eins árs. Kim og Kanye hafa bæði sagt í viðtölum að þau vilji eiga stóra fjölskyldu. 

Tímaritið segir að samkvæmt nánum vini fjölskyldunnar, að von sé á litlum dreng í maí síðar á þessu ári. Hjónin hafa ekki tjáð sig opinberlega um meðgönguna. 

View this post on Instagram

Merry Christmas ?

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.