Tískubloggari gerir heimildarmynd um líf sitt

Tískubloggarinn og viðskiptakonan, Chiara Ferragni, er aðeins 31 árs en er í dag einn vinsælasti tískubloggari í heiminum, en hún er með tæpa 16 milljónir fylgjenda á Instagram. Chiara byrjaði að blogga fyrir tíu árum síðan og vinnur nú að heimildarmynd um líf sitt í tilefni afmælisins.

Á síðasta ári, 2018, giftist hún ítalska rapparanum Fedez og eignuðust þau sitt fyrsta barn. Chiara er dugleg að sýna frá lífi sínu á Instagram, en heimildarmyndin mun sýna frá hennar persónulega lífi en einnig atvinnu hennar og hvað hún fæst við á daginn. Leikstjóri myndarinnar er Elisa Amoruso, sem er góð vinkona Donatellu Versace, Diane von Furstenberg og Maria Grazia Chiuri. Maria er listrænn stjórnandi Dior, og hannaði brúðarkjól Chiöru, sem mun án efa koma við sögu í myndinni. Heimildarmyndin kemur út í haust. 

View this post on Instagram

?? #TheFerragnez

A post shared by Chiara Ferragni (@chiaraferragni) on

Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.