Í íþróttagallann eftir sambandsslit

Fyrirsætan Gigi Hadid og söngvarinn Zayn eru hætt saman, samkvæmt tímaritinu US Magazine. Gigi og Zayn hafa verið saman síðan árið 2016, en hafa nokkrum sinnum hætt og byrjað saman aftur, svo þessi slit gæti verið tímabundin.

Fyrstu dagana eftir sambandsslitin var Gigi komin í íþróttagallann, en það er fatnaður sem hún klæðist oft. Góður innblástur fyrir janúarmánuð, þegar margir ætla að koma sér í gang eftir rútínuleysið síðustu vikur.

Glamour/Getty
Engin ummæli enn

Segðu hvað þér finnst

Netfangið þitt verður ekki birt.